Bandaríska sendisveitin heimsækir ekki Grænland

JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, og eiginkona hans, Usha Vance.
JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, og eiginkona hans, Usha Vance. AFP

Ekk­ert verður að heim­sókn banda­rískr­ar sendi­nefnd­ar til Nuuk, höfuðborg­ar Græn­lands, og til borg­ar­inn­ar Sisimiut og munu JD Vance, vara­for­seti Banda­ríkj­anna, og eign­kona hans, ein­göngu heim­sækja banda­ríska her­stöð á Græn­landi.

Þetta kom fram í yf­ir­lýs­ingu starfs­stjórn­ar Græn­lands í gær­kvöld en þar seg­ir að yf­ir­völd í Banda­ríkj­un­um hafi af­lýst þeim hluta þeirr­ar óop­in­beru heim­sókn­ar sem til­kynnt var um í síðustu viku.

Áður hafði verið ákveðið að Usha Vance, eig­in­kona vara­for­set­ans, kæmi í heim­sókn til Græn­lands ásamt Mike Walts þjóðarör­ygg­is­ráðgjafa, Chris Wright orku­málaráðherra ásamt sendi­nefnd en í gær­kvöldi greindi vara­for­set­inn frá því að hann ætlaði að fylgja eig­in­konu sinni og kanna ör­yggisaðstæður í Græn­landi.

Frá því að Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti komst aft­ur til valda í Hvíta hús­inu í janú­ar hef­ur hann ít­rekað sagt að hann vilji að Banda­rík­in taki yfir Græn­land og hef­ur ekki út­lokað að beita valdi til að ná því mark­miði.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert