Fjarlægja „óaðlaðandi“ málverk af Trump

Trump telur myndverkið af sér vera óaðlaðandi.
Trump telur myndverkið af sér vera óaðlaðandi. AFP

Col­orado-ríki hef­ur lofað Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta að fjar­lægja mál­verk af hon­um sem er til sýn­is í rík­isþing­hús­inu í Col­orado. Mynd­in verður fjar­lægð í kjöl­far kvart­ana for­set­ans um að mynd­in væri óaðlaðandi. 

„Eng­um lík­ar við slæma mynd af sér, en sú sem er í Col­orado, í rík­isþing­hús­inu, sett upp af rík­is­stjór­an­um, ásamt öll­um öðrum for­set­um, er skrum­skæl­ing,“ sagði Trump í færslu á sam­fé­lags­miðli sín­um Truth Social. 

Hef­ur hangið í sex ár

Það var breska lista­kon­an Sarah Bo­ar­dm­an sem málaði mynd­ina. Hún hef­ur einnig gert mál­verk af öðrum for­set­um Banda­ríkj­anna eins og Barack Obama, sem Trump tel­ur að hafi tek­ist mun bet­ur en hans eig­in mynd. 

„Listamaður­inn gerði einnig mál­verk af for­seta Obama, og hann lít­ur frá­bær­lega út, en mynd­in af mér er sann­ar­lega sú versta.“

Verkið af Trump hef­ur hangið í þing­hús­inu í tæp sex ár eða frá ár­inu 2019 en það var re­públi­kan­inn Jared Pol­is sem hvatti rík­is­stjóra Col­orado að taka niður mál­verkið. 

Hér má sjá um­rætt mál­verk.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert