Þörf á öflugri nærveru Evrópu

Volodimír Selenskí er mættur til Parísar en þar fer fram …
Volodimír Selenskí er mættur til Parísar en þar fer fram leiðtogafundur á morgun um málefni Úkraínu. AFP

Volodimír Selenskí Úkraínu­for­seti seg­ir of snemmt að segja til um hlut­verk evr­ópskra her­manna í Úkraínu ef það tekst að knýja fram vopna­hlé í inn­rás­ar­stríði Rússa í Úkraínu. 

Selenskí er stadd­ur í Par­ís þar sem leiðtoga­fund­ur um mál­efni Úkraínu verður hald­inn á morg­un.  

Hann og Emm­anu­el Macron Frakk­lands­for­seti svöruðu spurn­ing­um fjöl­miðla fyrr í dag.

Þörf á her­mönn­um, ekki friðargæsluliðum

Igor Zhovkva, aðstoðar­yf­irmaður for­seta­skrif­stof­unn­ar í Úkraínu, tjáði frétta­veit­unni AFP fyrr í dag að þörf væri á al­vöru fram­lagi frá Evr­ópu til Úkraínu, svo sem evr­ópsk­um her­mönn­um sem væru til­bún­ir að berj­ast í stað friðargæsluliða, ná­ist að koma á vopna­hléi. 

Hann ít­rekaði þó að úkraínsk yf­ir­völd gerðu sér grein fyr­ir að þeirra eig­in her­menn yrðu á víg­lín­unni ef til árása kæmi. Það væri þó þörf á öfl­ugri nær­veru Evr­ópu inn­an lands­ins til að tryggja ör­yggi. 

Macron Frakk­lands­for­seti hef­ur áður sagt að evr­ópsk­ir her­ir gætu verið send­ir til Úkraínu til að tryggja að vopna­hléið verði virt.

Spurður um hvaða hlut­verki evr­ópsk­ir her­menn myndu sinna til að tryggja að vopna­hléið yrði virt sagði hann það vera of snemmt að segja til um það. 

Rúss­ar sýni enn „löng­un fyr­ir stríði“

Þá greindi Macron frá því í kvöld að Frakk­ar ætluðu ekki aflétta þeim refsiaðgerðum sem þeir hafa sett á Rúss­land strax, það væri of snemmt. Refsiaðgerðirn­ar væru háðar árás­ar­stefnu Rúss­lands og því háðar vali Rúss­lands að láta af árás­um og fylgja alþjóðalög­um.

Þá ít­rekaði Frakk­lands­for­set­inn að Rúss­land þyrfti að samþykkja 30 daga vopna­hlé skil­yrðalaust.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert