Waltz „tekur fulla ábyrgð“ á neyðarlegu mistökunum

Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna.
Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna. AFP

Mike Waltz, þjóðarör­ygg­is­ráðgjafi Banda­ríkj­anna, seg­ist bera fulla ábyrgð á mis­tök­un­um sem urðu þegar rit­stjóra Atlantic var fyr­ir slysni bætt í hóp­spjall á smá­for­rit­inu Signal þar sem helstu emb­ætt­is­menn Banda­ríkj­anna ræddu fyr­ir­hugaða árás á Jemen.

Waltz seg­ir mis­tök­in neyðarleg og heit­ir því að kom­ast til botns í mál­inu.

Örygg­is­brest­ur­inn hef­ur vakið mikla hneyksl­an.

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti hef­ur reynt að gera lítið úr mál­inu en stjórn­ar­andstaðan seg­ir um meiri­hátt­ar þjóðarör­ygg­is­brest að ræða. Hef­ur gagn­rýn­in m.a. beinst að því að þjóðarör­ygg­is­mál hafi verið til umræðu á Signal, en ekki rædd í per­sónu eða öðrum trygg­ari vett­vangi.

Taldi hugs­an­legt að svika­hrapp­ar væru að verki

Í spjall­hópn­um voru auk annarra Pete Heg­seth, varn­ar­málaráðherra lands­ins, og J.D. Vance, vara­for­seti Banda­ríkj­anna.

Jef­frey Gold­berg, rit­stjóri Atlantic, var í spjall­hópn­um í nokkra daga án þess að nokk­ur gæfi því gaum. Hann átti sjálf­ur erfitt með að trúa því að hann væri að verða vitni að sam­ræðum æðstu emb­ætt­is­manna lands­ins á Signal – án þess að þeir vissu. 

Það var ekki fyrr en Heg­seth greindi með ít­ar­leg­um hætti frá skipu­lagn­ingu árás­ar­inn­ar að Gold­berg taldi fyr­ir víst að hóp­ur­inn væri raun­veru­leg­ur, og ekki ein­hverj­ir svika­hrapp­ar að reyna að leiða blaðamann í gildru.

Þekk­ir Gold­berg ekki per­sónu­lega

„Ég tek fulla ábyrgð. Ég stofnaði hóp­inn, mitt starf fel­ur í sér að sjá til þess að allt sé skipu­lagt,“ sagði Waltz í sínu fyrsta viðtali um málið sem hann veitti Fox News.

Að sögn Gold­berg var það Waltz sem sendi hon­um beiðni á Signal um að ganga í spjall­hóp­inn nokkr­um dög­um fyr­ir árás­ina.

Eft­ir að árás­in var yf­ir­staðin ákvað Gold­berg að yf­ir­gefa spjall­hóp­inn. Í kjöl­farið sendi Atlantic fyr­ir­spurn­ir á Hvíta húsið til að fá staðfest­ingu á því að spjall­hóp­ur­inn væri raun­veru­leg­ur vett­vang­ur þess­ara emb­ætt­is­manna.

Í viðtal­inu við Fox News sagðist Waltz ekki þekkja Gold­berg per­sónu­lega.

Hann sagði ör­ygg­is­brest­inn „vand­ræðal­eg­an“ og hét hann því að kom­ast til botns í því hvað hefði gerst.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert