Hundruð slasaðra hafa verið fluttir á sjúkrahús í höfuðborg Mjanmar, Naypydaw, þeir sem þeir eru meðhöndlaðir utandyra sökum skemmda sem urðu á sjúkrahúsun í jarðskjálftunum sem þar gengu yfir í morgun. Rétt er að vara við myndefni sem fylgir þessari frétt.
Mældist fyrri skjálftinn mældist 7,7 að stærð og tólf mínútum síðar reið annar yfir, 6,4 að stærð.
Leiðtogi herforingjastjórnarinnar í Mjanmar, Min Aung Hlaing, hefur greint frá því að 144 hafi látist og 732 hafi særst í Mjanmar og varað við að dánartalan gæti hækkað enn frekar.
Þá hafa einnig átta dauðsföll verið staðfest í Taílandi, en þar fundur jarðsjálftarnir greinilega og hrundi ókláruð bygging í kjölfar þeirra. Um 320 starfsmenn voru í byggingunni á þeim tíma og er búist við að dánartala hækki einnig þar.
Hlaing hefur boðið öllum þjóðum og stofnunum sem vilja veita aðstoð að koma til Mjanmar til að hjálpa við björgunar- og hjálparstarf.