Norskum innviðum alvarleg hætta búin

Svona er ástand fjarskiptainnviða sums staðar í Noregi, þeir liggja …
Svona er ástand fjarskiptainnviða sums staðar í Noregi, þeir liggja einfaldlega berskjaldaðir börnum og hröfnum að leik. Ljósmynd/Nkom

Sta­f­ræn­um innviðum Nor­egs er hætta búin. Þetta kem­ur fram í nýrri skýrslu norsku fjar­skipta­stofn­un­ar­inn­ar Nkom sem gagn­rýn­ir ástandið harðlega og krefst úr­bóta.

Kari­anne Tung, ráðherra sta­f­rænna mála í Nor­egi, seg­ir að ljós­leiðarakapl­ar víða um land séu illa varðir nátt­úru­öfl­um og skemmd­ar­verk­um af hálfu mann­fólks og það sama gildi víða um innviði fyr­ir farsíma­kerfið og raf­magn.

„Hvert og eitt okk­ar verður að vera á verði,“ seg­ir John-Ei­vind Velure for­stöðumaður Nkom í sam­tali við norska rík­is­út­varpið NRK og bæt­ir því við að fyrr­nefnd­ir kapl­ar séu ber­skjaldaðri en góðu hófi gegni.

Seg­ir for­stöðumaður­inn stöðu mála í land­inu þó al­mennt ekki sem versta, ár hvert leggi hið op­in­bera í millj­arðafjár­fest­ing­ar til þró­un­ar, viðbóta og styrk­ing­ar hinna sta­f­rænu innviða.

„Okk­ar al­var­leg­asta og versta reynsla“

Meðal þess sem fram kem­ur í skýrsl­unni er að innviðir í fylkj­un­um Buskerud og Inn­land­et telj­ist sér­stak­lega viðkvæm­ir, það hafi óveðrið Hans til dæm­is sýnt svo ekki yrði um villst í hitteðfyrra. Örar breyt­ing­ar á evr­ópsk­um ör­ygg­is­mál­um í kjöl­far styrj­ald­ar í álf­unni frá fe­brú­ar 2022 að telja hafi þá ekki dregið úr kvíða vegna lífs­nauðsyn­legra innviða á borð við raf­magn og fjar­skipti.

Í sveit­ar­fé­lag­inu Ål í Hall­ing­dal urðu marg­ir illa úti er Hans herjaði á sín­um tíma. Misstu sum­ir heim­ili sín auk þess sem net- og síma­sam­band lá niðri um lengri tíma, nokkuð sem hafði það í för með sér að ill­mögu­legt var að senda íbú­um þar aðvar­an­ir vegna aðsteðjandi háska.

„Það var kannski okk­ar al­var­leg­asta og versta reynsla – hve ótrú­lega erfitt það var að koma upp­lýs­ing­um til fólks,“ seg­ir Sol­veig Vesten­for bæj­ar­stjóri við NRK, stjórn­end­ur sveit­ar­fé­lags­ins hafi reynt öll til­tæk ráð, en til­vilj­an­ir hafi hrein­lega ráðið því hvort skila­boðin hafi kom­ist til viðtak­enda. Íbú­arn­ir hafi upp­lifað óör­yggi sem vart hafi mátt búa við.

„Það sýn­ir okk­ur stöðuna,“ seg­ir Tung sta­f­rænuráðherra, „við erum ber­skjölduð fyr­ir óveðri og óheppi­leg­um uppá­kom­um. Stríðið í Úkraínu hef­ur sýnt okk­ur bet­ur en nokkuð annað hve mik­il­vægt það er að innviðirn­ir okk­ar séu starf­hæf­ir,“ seg­ir hún enn frem­ur.

NRK

NRK-II (ótt­ast um líf og heilsu fólks)

NRK-III (óveðrið hans gerði veru­lega skrá­veifu)

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka