Vilja kaupa dönsku ríkisstjórnina af höndum sér

Pia Kjærsgaard, leiðtogi Danska þjóðarflokksins, segist ekki hafa áhyggjur af …
Pia Kjærsgaard, leiðtogi Danska þjóðarflokksins, segist ekki hafa áhyggjur af því að flokksmenn sínir svíki lit. AP

Fimm vin­ir hafa sett upp heimasíðu þar sem Dön­um er boðið að leggja fram fé, á milli 100 og 500 dansk­ar krón­ur hver, til þess stjórn­mála­manns, sem er til­bú­inn að yf­ir­gefa flokka­banda­lag Ven­stre, Íhalds­flokks­ins og Danska þjóðarflokks­ins og fella þar með nú­ver­andi rík­is­stjórn. Flokk­arn­ir þrír ráða 90 þing­sæt­um af 179 í danska þing­inu eft­ir kosn­ing­ar á þriðju­dag.

„Við sát­um sam­an dag­inn eft­ir kosn­ing­arn­ar og leist ekk­ert á niður­stöðuna. Þess vegna veitti okk­ur ekki af að gera eitt­hvað skemmti­legt og ákváðum að hrinda þess­ari hug­mynd í fram­kvæmd án þess að hugsa mikið um af­leiðing­arn­ar. Nú eru þær byrjaðar að koma í ljós," hef­ur frétta­vef­ur Jyl­l­ands-Posten eft­ir Denn­is Flood, tals­manni heimasíðunn­ar flytet­mandat.dk.

Blaðið hef­ur eft­ir Piu Kjærs­ga­ard, for­manni Danska þjóðarflokks­ins, að hún hafi ekki áhyggj­ur af því að ein­hver úr henn­ar flokki hlaup­ist und­an merkj­um. „Það hef­ur alltaf verið góður flokk­sagi í Danska þjóðarflokk­um," seg­ir hún og hvet­ur And­ers Fogh Rasmus­sen, for­sæt­is­ráðherra, til að halda vel utan um sitt fólk í Ven­stre.

Denn­is Flood seg­ir, að hóp­ur­inn geri sér fulla grein fyr­ir því, að málið fjalli í raun um grund­vall­ar­mál. „Það áhuga­verð spurn­ing hvort hægt sé að kaupa stjórn­mála­menn til fylg­is við skoðanir og við vilj­um með þessu sýna fram á hve naum­ur þing­meiri­hlut­inn í raun er."

Laust fyr­ir klukk­an 15 að ís­lensk­um tíma hafði verið lofað 91.600 króna fram­lög­um til þessa óvenju­lega mál­efn­is.

Flytet­mandat.dk

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert