Fimm Bandaríkjamenn meðal þeirra sem fórust í lestarbruna

Slökkviliðsmenn við lestarvagninn sem eldur kviknaði í.
Slökkviliðsmenn við lestarvagninn sem eldur kviknaði í. AP

Tólf létu lífið, 6 karl­ar, 5 kon­ur og eitt barn, þegar eld­ur kom upp í farþega­lest í Frakklandi í nótt. Að minnsta kosti fimm voru banda­rísk­ir ferðamenn. Fjór­ir voru Þjóðverj­ar en ekki er vitað um þjóðerni hinna. Þá slösuðust átta en eng­inn al­var­lega. Eld­ur­inn kom upp í svefn­vagni þegar lest­in, sem var á leið frá Par­ís til München, fór gegn um frönsku borg­ina Nancy. Lest­in fór frá Par­ís þrem­ur tím­um áður.

Starfs­menn járn­braut­ar­stöðvar­inn­ar í Nancy sáu reyk leggja út úr ein­um svefn­vagni lest­ar­inn­ar þegar hún fór fram hjá. Þeir gerðu strax aðvart og rufu raf­magn til lest­ar­inn­ar. Lík­legt er talið að þeir sem lét­ust hafi fengið reyk­eitrun og kafnað en björg­un­ar­menn segja að ekki hafi verið hægt að bjarga fólk­inu þótt tek­ist hafi fljótt að slökkva eld­inn.

Lög­regla í Nancy seg­ir að svo virðist sem eld­ur­inn hafi komið upp í stjórn­borði svefn­vagns­ins en lest­in er í eigu þýsku rík­isjárn­braut­anna. Tveir svefn­vagn­ar lest­ar­inn­ar eyðilögðust í eld­in­um.

Lest­in var á leið til Strass­borg­ar í Frakklandi og síðan til München með viðkomu í Vín. Um 170 farþegar voru í lest­inni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert