Mandela sakar Bandaríkjamenn um pólitískt sjórán

Nelson Mandela var fyrsti forseti Suður-Afríku eftir afnám aðskilnaðarstefnunnar.
Nelson Mandela var fyrsti forseti Suður-Afríku eftir afnám aðskilnaðarstefnunnar. AP

Nelson Mandela, fyrrum forseti Suður Afríku, hefur sakað Bandaríkjastjórn um yfirgang gagnvart Sameinuðu þjóðunum og líkir því hvernig Bandaríkin hrifu skýrslu Íraka úr höndum stofnunarinnar við pólitískt sjórán. Þá segir hann þögn umheimsins um málið hafa valdið sér miklum vonbrigðum. Þetta kemur fram á fréttavef Reuters.

"Það veldur mér vonbrigðum að leiðtogar heimsins skuli þegja þegar Bandaríkin reyna að sniðganga Sameinuðu þjóðirnar," sagði Mandela á fundi Afríska þjóðarráðsins. Þá segir hann Bandaríkjastjórn sýna alþjóðasamfélaginu vanvirðingu með þessum aðgerðum sínum.

"Þetta var sjórán sem allir verða að fordæma," segir hann. "Við megum ekki sýna óheilindi og líta framhjá kjarna málsins, þ.e. að Bandaríki Norður Ameríku (með Breta í eftirdragi) hafa tilhneigingu til að sýna grundvallarreglum alþjóðasamfélagsins lítilsvirðingu.

Þá sagðist hann telja augljóst að Bandaríkin ætli sér að ráðast á Írak hvað sem það kosti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert