George Robertson tilkynnti í morgun að hann hygðist ekki verða við óskum um að bjóða sig fram til starfa sem framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins í ár til viðbótar, heldur að hann ætlaði að láta af störfum í desember. „Nokkrar ríkisstjórnir hafa farið þess á leit við mig að ég sitji fimmta árið í röð en ég tel fjögur ár hæfilegan tíma í þessu krefjandi og erfiða starfi,“ sagði Robertson í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér.
Þá sagðist Robertson hlakka til að gegna embættinu út árið 2003. Tilkynning Robertson kemur nokkuð á óvart. Búist var við að hann myndi sitja eitt ár til viðbótar en hann hefur verið lofaður fyrir yfirumsjón með umbótunum sem gerðar hafa verið á NATO en sjö ríkjum var boðin aðild að bandalaginu í nóvember. Þá hefur Robertson í starfi sínu tryggð heit frá Evrópuríkjum um að þau efli hernaðarmátt sinn.