Áætlað að þúsund manns hafi særst í loftárásum á Bagdad

Íbúar í Írak standa við sprengjugíg eftir flugskeytaárás.
Íbúar í Írak standa við sprengjugíg eftir flugskeytaárás. AP

Áætlað er að um þúsund manns hafi særst í loftárásum á Bagdad, höfuðborg Íraks, sem nú hafa staðið í viku. Starfsmenn sjúkrahúsa, sem samband var haft við, segja að ómögulegt sé að leggja mat á hve margir hermenn og hve margir óbreyttir borgarar séu á meðal þeirra sem hafa særst. Þá hafa írösk stjórnvöld sagt að 44 óbreyttir borgarar hafi látið lífið í árásunum á borgina. Fréttamenn sem þar eru staddir segja að miklar sprengingar hafi heyrst þar nú á fimmta tímanum.

Þeir sem særðust í árásunum voru fyrst fluttir á tvö stærstu sjúkrahús í borginni, Al-Yarmuk og Al-Kindi, en nú hefur verið hlúð að særðum á öllum 33 sjúkrahúsunum sem eru í Bagdad.

Fréttamenn segja erfitt að staðfesta hve margir hafi fallið eða særst, m.a. vegna þess að látnir eru grafnir mjög fljótt í samræmi við siðvenjur múslima.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert