„Ungfrú Miltisbrandur“ og „Doktor Sýkill“ sögð vera í Sýrlandi

Huda Salih Mahdi Ammash. Spilastokkum með myndum af Írökum sem …
Huda Salih Mahdi Ammash. Spilastokkum með myndum af Írökum sem Bandaríkjastjórn vil hafa hendur í hári, hefur verið dreift til hermanna. AP

Nokkrir af fremstu vísindamönnum Íraka á sviði sýklavopna eru taldir hafa flúið til Sýrlands, að því er greint er frá í bandaríska dagblaðinu The Washington Times í dag, en vitnað er í ónafngreinda embættismenn hjá stjórninni. Meðal þeirra sem sagðir eru hafa komist til Sýlands eru Huda Salih Mahdi Ammash, en bandarískir leyniþjónustumenn nefna hana „Ungfrú Miltisbrandur“, og Rihab Taha, sem hlotið hefur viðurnefnið „Doktor Sýkill“, að því er segir í frétt Reuters.

Embættismennirnir segja upplýsingar leyniþjónustumanna benda til þess að annar eða báðir vísindamenn hafist við í Damascuc, höfuðborg Sýrlands. Ammash er á lista 55 Íraka sem Bandaríkjaher gaf út í gær og fyrirskipaði að Írakarnir á listanum skyldu annað hvort handsamaðir eða drepnir. Taha er ekki á listanum en Bandaríkjaher vill yfirheyra hann. Ammash hefur sést á myndum af ríkisstjórnarfundum Saddams Husseins Íraksforseta og ennfremur á myndum af fundum með syni hans, Qusay, sem stýrði að mestu her og öryggissveitum.

Taha, sem var við örverunám í Bretlandi, er sagður hafa leitt áætlun Íraka um þróun miltisbrands sem vopns.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka