Vínblönduð kakómjólk verður á boðstóðum í búðum á Norðurlöndum á komandi hausti, að því er kemur fram í Landbladet í Danmörku.
Í Bændablaðinu er vísað í fréttina þar sem segir að boðið verði upp á tvær tegundir kakómjólkur, með koníaksbragði og vodkabragði.
Það er danska fyrirtækið Cocio Chokolademælk A/S sem hefur ákveðið að setja þessa vöru á markað. Þegar eru fáanlegar ýmsar tegundir gosdrykkja með áfengi í.
Cocio framleiðir einnig hefðbundna kakómjólk en umbúðir nýju vörunnar verða mjög ólíkar umbúðum hinnar venjulegu.