Breskur stóreignaköttur

Svartur köttur, sem nefnist Tinker, og eitt sinn flæktist um götur Lundúnaborgar, hefur nú eignast hús sem metið er á jafnvirði rúmra 40 milljóna króna.

Margaret Layne, barnlaus ekkja sem lést á síðasta ári, arfleiddi Tinker að húsi sínu við Suffolkstræti í Harrow, úthverfi Lundúna, og 100 þúsund punda sjóði að auki. Húsið er metið á 350 þúsund pund. Nágrannar Tinkers, Ann og Eugene Wheatley, eru ábyrgðarmenn sjóðsins og sjá um að gefa Tinker og tveimur öðrum köttum sem búa hjá honum, að éta og drekka á hverjum degi.

„Hann stjórnar húsinu en deilir því nú með Lucy, sem var áður kötturinn okkar en ákvað að flytja eftir að hún eignaðist kettlinga," segir Eugene Wheatley, sem er 75 ára, við blaðið The Times. „Þá skaut hann einnig skjólshúsi yfir Mjallhvíti, hvíta kisu sem vinur okkar átti og hún ákvað einnig að búa hjá Tinker."

Samkvæmt stofnskrá sjóðsins á að greiða fyrir þarfir Tinkers úr honum þar til hann deyr. Yfirgefi Tinker hús sitt fyrir fullt og allt geta Wheatley-hjónin leyst sjóðinn upp.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler