Lagt hefur verið bann við því að leika tónlist skosku hljómsveitarinnar Jethro Tull á vinsælli bandarískri útvarpsstöð eftir að forsprakki hennar, laxabóndinn Ian Anderson, gagnrýndi dýrkun Bandaríkjamanna á þjóðfána sínu.
„Ég þoli ekki að sjá bandaríska fánann blaktandi á hverjum einasta bíl, á hverju einasta húsi í hverju íbúðarhverfinu á fætur öðru. Það er auðvelt að ruglast á föðurlandsást og þjóðernisstefnu, þessi mikla fánanotkun boðar ekki gott," sagði Andersson.
Vegna þessa ákváðu forsvarsmenn rokkstöðvarinnar WCHR-FM í Manahawkin í New Jersey að hætta að leika tónlist Jethro Tull. Og þeir segja að hlustendur standi algjörlega með þeim.
Talsmaður stöðvarinnar hafnar því að bannið jafngildi ritskoðun. Réttur hlustenda til að biðja stöðina að spila ekki tónlist Tull sé hinn sami og réttur Andersson til málfrelsis.