Landlæknirinn í Kongó, Damaze Bozongo, varaði við því í dag að fleiri fólk ætti eftir að deyja af völdum ebola-veirunnar í norðvesturhluta landsins á næstunni. Íbúarnir neita að vinna með starfsfólki heilbrigðismála að fyrirbyggjandi aðgerðum til þess að koma í veg fyrir nýjan faraldur. Íbúarnir trúi því statt og stöðugt að veikin sé af völdum galdra. Fimmtán tilfelli hafa verið tilkynnt til heilbrigðisyfirvalda í héruðunum Mbomo og Mbanza, sem eru um 800 km norður af Brazzaville, höfuðborg Kongó, hins minna af ríkjunum með þessu nafni en hitt nefnist Lýðveldið Kongó og er mun stærra.
Að sögn Bozongo landlæknis er vitað um áttatíu og sjö önnur tilfelli ebola-veirunnar í fyrrnefndum tveimur bæjum. Ebola-sýking lýsir sér með háum hita, niðurgangi, blæðingum úr nefi og munni og hún getur valdið miklum innvortis blæðingum.
Talsmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) sagði sl. þriðjudag að stofnunin vissi um eitt hundrað og fimm manns sem hefðu átt samneyti við sýkta einstaklinga í síðasta faraldri en að enginn þeirra sýndi merki um sjúkdóminn. Talið er að veiran hafi borist í menn úr sýktum dýrum í frumskógum Mið-Afríku en tíu fórnarlömb síðasta faraldur voru veiðimenn, segir talsmaður WHO. Síðasti faraldur átti upptök sín í Mbomo 31. október sl. eftir að fjölskylda „gæddi sér“ á villigelti, sem hafði fundist dauður í kjarri í nágrenninu.