Geimkanna ætlað að sanna afstæðiskenninguna

Ein af kúlunum fjórum í geimkannanum.
Ein af kúlunum fjórum í geimkannanum. AP

Banda­ríska geimk­ann­an­um Gra­vity Probe-B var skotið á loft síðdeg­is í dag en hon­um er að sögn banda­ríku geim­ferðastofn­un­ar­inn­ar, NASA, ætlað að prófa af­stæðis­kenn­ingu Al­berts Ein­steins. Kann­an­um var skotið á loft frá Vand­en­berg herflug­vell­in­um í Kalíforn­íu með Delta II eld­flaug sem Boeing-verk­smiðjurn­ar smíðuðu.

Að sögn Geor­ges Dillers, tals­manns NASA, er kann­an­um ætlað að prófa kenn­ingu Ein­steins um að hlut­ir með mik­inn massa hafi áhrif á tíma og rúm. Þannig bjag­ar jörðin t.d. tíma og rúm um­hverf­is sjálfa sig og því mynd­ast þyngd­ar­kraft­ur­inn.

Þegar er búið að sanna kenn­ingu Ein­steins með óbein­um hætti en vegna þess að ekki hafa verið til nægi­lega ná­kvæm mæli­tæki hef­ur kenn­ing­in aldrei verið sönnuð með bein­um hætti. Áform um próf­un­ina komu fram árið 1959 en ekki hef­ur orðið af þess­um leiðangri fyrr en nú.

Geimk­ann­inn mun sveima um­hverf­is jörðina í 16 mánuði og miða sig við stjörn­una IM Pegasi. Í miðjum kann­an­um eru fjór­ar kúl­ur, á stærð við borðtennis­kúl­ur, úr kvars en þær eru full­kom­lega hring­laga. Til að tryggja ná­kvæmni verður að kæla kúl­urn­ar og halda hita­stig­inu sem næst frost­marki í loft­tæmdu rúmi sem flokk­ast und­ir það að vera stærsti kæli­klefi sem send­ur hef­ur verið út í geim­inn. Þegar út í geim­inn er komið og hreyf­ing kom­in á ætti afstaða kúln­anna (snún­ings­ás) að breyt­ast - nema því aðeins að Ein­stein hafi haft rangt fyr­ir sér.

Ein­stein setti fram kenn­ingu 1916 þar sem seg­ir að tími og rúm skapi form sem sveig­ist af efn­is­heild­um á borð við jörðina, að jörðin bjagi þetta form. Þessi bjög­un er ástæða þyngd­arafls­ins, seg­ir Ein­stein. Tveim­ur árum síðar stungu aðrir upp á því að snún­ing­ur á slík­um massa ætti að draga rúm-tíma með sér, að vinda eða snúa upp­bygg­ingu efn­is­ins.

Sé kenn­ing­in rétt ætti snún­ing­ur jarðar, sem er 640 km fyr­ir neðan gervi­hnött­inn, að breyta staðsetn­ingu kúln­anna með til­liti til hverr­ar annarr­ar.

Kann­inn er þróaður af Stan­for­d­há­skóla í Kalíforn­íu og smíðaður af Lockheed Mart­in verk­smiðjun­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert