Kosið á milli Adamkus og Prunskiene

Kazimira Prunskiene var fyrsti forsætisráðherra Litháens eftir að landið fékk …
Kazimira Prunskiene var fyrsti forsætisráðherra Litháens eftir að landið fékk sjálfstæði frá Sovétríkjunum. AP

Kosið verður á milli Valdas Adamkus, fyrrum forseta Litháens, og Kazimira Prunskiene, fyrrum forsætisráðherra, í síðari umferð forsetakosninga í landinu en fyrri umferðin fór fram í dag samhliða kosningum til Evrópuþingsins. Prunskiene nýtur stuðnings Rolandas Paksas, sem vikið var úr forsetaembætti í vor vegna spillingarmáls.

Adamkus, sem er 77 ára gamall, hafði fengið 27,54% atkvæða og Prunskiene, sem er 61 árs, hafði fengið 22,56%, þegar um þriðjungur atkvæða hafði verið talinn.

Valdas Adamkus, fyrrverandi forseti Litháens, á kjörstað í dag.
Valdas Adamkus, fyrrverandi forseti Litháens, á kjörstað í dag. AP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert