Al-Qaeda hryðjuverkasamtökin stefna að því að ráðast á Bandaríkin til þess að reyna að grafa undan forsetakosningum í landinu í nóvember, að því er Tom Ridge, ráðherra heimavarnarmála í Bandaríkjunum sagði í dag. Hann sagði að áreiðanlegar skýrslur bentu til þess að hryðjuverkahópurinn ynni nú að því að hrinda áætlun um hryðjuverk í framkvæmd, til þess að „trufla framgang lýðræðisins,“ að því að Ridge sagði við blaðamenn í dag.
Hann sagði að leyniþjónustur ynnu að því hörðum höndum að komast að því hvar og hvenær stæði til að gera árás. Hann bætti þó við að viðbúnaðarstig vegna hryðjuverka í landinu yrði ekki hækkað að sinni.