Gert er ráð fyrir að tugþúsundir manna muni í þessari viku taka þátt í mótmælaaðgerðum í New York vegna þeirrar ákvörðunar repúblikana að halda flokksþing sitt í borginni og til að lýsa óánægju sinni með George W. Bush Bandaríkjaforseta. Strax í síðustu viku voru veggspjöld tekin að sjást í borginni, "Stöðvum Bush núna" sögðu þau m.a. og sitthvað álíka.
"Ég hata Repúblikanaflokkinn. Þeir eru að nota borgina okkar í táknrænum tilgangi og til að fá fleiri atkvæði," segir rithöfundurinn þekkti og New York-búinn Paul Auster sem ætlar að taka þátt í mótmælunum í þessari viku. Talið er að meira en 100 þúsund manns safnist saman í borginni í dag til að mótmæla en nóg verður um að vera síðar í vikunni einnig og óttast sumir að jafnvel kunni að skerast í odda með lögreglu og mótmælendum.