Bush með forskot á Kerry samkvæmt nýrri könnun

George W. Bush
George W. Bush AP

George W. Bush, Bandaríkjaforseti, hefur smávægilegt forskot á John Kerry, forsetaefni demókrata, samkvæmt könnun sem Ipsos-stofnunin gerði fyrir AP fréttastofuna. Hins vegar segjast mun fleiri treysta Bush betur en Kerry til að verja Bandaríkin og jafnframt segja flestir kjósendur í könnuninni að þetta málefni skipti þá mestu máli.

Sjö vikur eru nú þar til forsetakosningar verða haldnar í Bandaríkjunum. Samkvæmt könnuninni njóta Bush og Dick Chaney, varaforseti, stuðnings 51% skráðra kjósenda en Kerry og John Edwards, varaforsetaefni hans, njóta stuðnings 43%. Í byrjun ágúst var þessi munur 48%-45%, Kerry í vil, í svipaðri könnun.

Í könnuninni kemur fram að kjósendur telja Bush vera ákveðnari, sterkari og geðugri en Kerry og hefur forsetinn sótt á í nánast öllum málaflokkum.

Könnunin var gerð 7-9. september. Úrtakið var 1286 skráðir kjósendur og eru skekkjumörk 2,5%.

John Kerry.
John Kerry. AP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert