Kerry segir Bush lifa í „draumaheimi“

Kerry var í Flórída í dag og heimsótti þar meðal …
Kerry var í Flórída í dag og heimsótti þar meðal annars þessi leikskólabörn í Orlando. AP

John Kerry, forsetaframbjóðandi demókrata í kosningum í haust, sagði í dag að George W. Bush, Bandaríkjaforseti lifði í „draumaheimi“ miðað við hvernig hann hefði annast málefni Íraks.

Í framboðsræðu sem hann hélt í West Palm Beach á Flórída í dag, sagði Kerry að hann hefði komið þangað frá Orlando, heimabæ DisneyWorld og Fantasyland (Draumaheimi) sem væri vinsæll áfangastaður. „Munurinn á mér og George W. Bush er sá að ég ók framhjá honum, en Bush býr í honum,“ sagði Kerry. Sagði hann að varðandi stöðu mála í Írak þyrfti Bush á vænum „skammti af veruleika“ að halda.

Gaf hann lítið fyrir leyniþjónustuupplýsingar sem Bush notaði til réttlætingar innrásinni í Írak. „Ágiskanir Bush munu kosta líf hermanna. Forsetinn ætti að hætta að geta sér til um hlutina.“ „Forsetinn hefur tekið rangar ákvarðanir á öllum stigum málsins,“ sagði Kerry „og nú gjalda hermenn okkar fyrir það.“

Fylgi forsetaframbjóðendanna

Kosið í 50 ríkjum

Frambjóðendurnir í hnotskurn

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert