13 ára stúlka dæmd í ævilangt fangelsi í Íran

13 ára írönsk stúlka, Gila Izadi, hefur verið dæmd í ævilangt fangelsi í Íran eftir að 15 ára gamall bróðir hennar barnaði hana. Izadi fæddi barn sitt í fangelsi fyrir tveimur vikum, bæði hún og bróðir hennar verða alla sína ævi í fangelsinu, að því er sænska blaðið Aftonbladet greindi frá í dag.

Það var íranski friðarverðlaunahafinn Shirin Ebadi sem greindi sænska Amnesty International frá dómnum sem 13 ára stúlkan fékk. Þá sagði hún að verið væri að skoða hvort breyta ætti ævilöngu fangelsi í dauðdóm, að stúlkan verði hengd.

Íranskir fjölmiðlar hafa ekki greint frá þessum dómi í heimalandi sínu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert