Karlmaður kom inn í banka í Kristiansand í Noregi í morgun vopnaður byssu og neyddi gjaldkera til að afhenda sér peninga. Að sögn lögreglu hljóp ræninginn síðan út úr bankanum og hjólaði á brott á reiðhjóli.
Norska fréttastofan NTB hefur eftir lögreglu, að reiðhjólið hafi verið vínrautt á lit af gerðinni Kilimanjaro. Maðurinn var ekki með grímu en var með húfu og gleraugu.