Einkaleyfastofa Japans hefur bannað fyrirtæki að framleiða „pachinko“ kúluspilakassa nefnda eftir Hitler, Móses og öðru frægu fólki. Fyrirtækið, sem heitir Fuji Shoji og er í borginni Osaka, skilaði inn vörumerkjum með 36 nöfnum frægs fólks og meðal annarra nafna voru Wright-bræður og Tchaikovsky, en einkaleyfastofan hafnaði umsókninni í maí. Málið varð þó fyrst fréttaefni í þessari viku.
Stofunni er bannað að samþykkja vörumerki sem geti „ógnað allsherjarreglu og siðferði“. Að sögn talsmanns Fuji, Nobuhide Tonaka, gaf einkaleyfastofan þær skýringar að vörumerkið Hitler bryti í bága við stjórnarskrá Japans. Hann segir að nöfnin hafi verið valin af handahófi úr hópi frægasta fólks heims og að ekki hafi verið ætlunin að misbjóða neinum.