Bush heldur 2% forskoti sínu á Kerry

Bush heilsar stuðningsmönnum sínum í Hershey í Pennsylvaníu.
Bush heilsar stuðningsmönnum sínum í Hershey í Pennsylvaníu. AP

George W. Bush Bandaríkjaforseti er með tveggja prósentustiga forskot á mótframbjóðanda sinn John Kerry þriðja daginn í röð, samkvæmt nýjustu könnum Reuters/Zogby sem birt var í dag. Bush er með 48% og Kerry með 46%. Hlutfall óákveðinna hefur minnkað frá fyrri könnunum og er nú aðeins 4%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert