Dæmd til að verða grýtt til bana

AP

Hajara Ibrahim, 18 ára nígerísk stúlka, grætur er hún talar við fréttamenn í dag, en Ibrahim, sem er barnshafandi, hefur verið dæmd til dauða fyrir hjúskaparbrot og á aftakan að fara fram með grýtingu. Á miðvikudag mun æðri, íslamskur Sharia-dómstóll taka fyrir áfrýjun hennar.

Mannréttindasamtökin Baobab skipuleggja vörnina í málinu, en áfrýjunin er byggð á þeim forsendum að Ibrahim hafi í raun ekki verið gift og því ekki framið hjúskaparbrot.

Dómnum á að fullnægja einhverntíma eftir að Ibrahim, sem gengin er sjö mánuði á leið, hefur fætt barnið. Maðurinn sem hún segir föður barnsins var látinn laus eftir að hann sór við Kóraninn að hann ætti engan hlut að máli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert