Yasser Arafat látinn

Yasser Arafat.
Yasser Arafat. AP

Yasser Arafat, forseti heimastjórnar Palestínumanna, lést á sjúkrahúsi í Frakklandi klukkan 2.30 í nótt miðað við íslenskan tíma. Arafat, sem var 75 ára, hefur verið helsti stjórnmálaleiðtogi Palestínumanna undanfarin 40 ár. Hann var fluttur frá höfuðstöðvum sínum á Vesturbakkanum á hersjúkrahús í París 29. október. Banamein hans var heilablæðing. Arafat verður grafinn við höfuðstöðvar sínar á Vesturbakkanum á morgun, en fyrst verður flogið með lík hans til Kaíró í Egyptalandi þar sem minningarathöfn um hann mun fara fram.

Flaggað var í hálfa stöng utan við höfuðstöðvar Arafats í Ramallah, en þar höfðu Ísraelar haldið honum í stofufangelsi í tvö og hálft ár.

40 daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Palestínu vegna andláts Arafats. Saeb Erekat, ráðherra í palestínsku heimastjórninni tilkynnti um andlát Arafats. „Þetta er sorgardagur í sögu okkar og í dag syrgjum við vegna andláts forseta okkar,“ sagði Erekat.

Ekki er ljóst hver tekur við forystu í heimastjórn Palestínumanna. Að því er fram kemur í frétt BBC hafa palestínskir leiðtogar komið sér saman um áætlun sem koma á veg fyrir fyrir valdabaráttu og upplausn á Gasasvæðinu. Forseti þingsins, Rawhi Fattuh mun gegna embætti forseta heimastjórnarinnar þar til kosningar um embættið fara fram. Ahmed Qureia, forsætisráðherra Palestínumanna, fékk hins vegar fyrr í vikunni stjórn á öryggismálakerfi Palestínumanna, sem Arafat vildi aldrei láta af hendi.

Arafat hafði verið í djúpu dái á Percy hersjúkrahúsinu í París frá 3. nóvember.

Arafat fæddist í Kaíró 24. ágúst 1929. Árið 1948 stofnaði hann Fatah hreyfinguna og varð leiðtogi Frelsishreyfingar Palestínumanna (PLO) árið 1969.

Árið 1990 kvæntist hann Suha Tawil, sem þá var 28 ára gömul, en hjónaband þeirra var ekki gert opinbert fyrr en tveimur árum seinna. Þau eignuðust dótturina Zahwa árið 1995.

Barátta Arafats

Yasser Arafat með Fídel Kastró, forseta Kúbu.
Yasser Arafat með Fídel Kastró, forseta Kúbu. AP
Líkvagn kemur að Percy-hersjúkrahúsinu í París skömmu eftir að tilkynnt …
Líkvagn kemur að Percy-hersjúkrahúsinu í París skömmu eftir að tilkynnt var um andlát Arafats. AP
Palestínskur hermaður úr forsetaverði Arafats fellir tár við fyrrum höfuðstöðvar …
Palestínskur hermaður úr forsetaverði Arafats fellir tár við fyrrum höfuðstöðvar hans í Gasaborg. AP
Yasser og Suha Arafat eiginkona hans.
Yasser og Suha Arafat eiginkona hans. AP
Yasser Arafat sem ungur maður.
Yasser Arafat sem ungur maður. AP
Mynd sem heimastjórn Palestínumanna sendi frá sér og sýnir Arafat …
Mynd sem heimastjórn Palestínumanna sendi frá sér og sýnir Arafat vita Palestínumanns á sjúkrabeði. AP
Arafat á mynd sem heimastjórn Palestínumanna sendi frá sér.
Arafat á mynd sem heimastjórn Palestínumanna sendi frá sér. AP
Yasser Arafat, þriðji frá hægri, ásamt Gamel Abdel Nasser, forseta …
Yasser Arafat, þriðji frá hægri, ásamt Gamel Abdel Nasser, forseta Egyptalands, sem er fjórði frá hægri. AP
Yasser Arafat með Abu Jihad sem var herstjóri Frelssisamtaka Palestínu, …
Yasser Arafat með Abu Jihad sem var herstjóri Frelssisamtaka Palestínu, PLO. Ísraelskir sérsveitarmenn drápu Jihad þar sem hann dvaldi í Túnis árið 1968. AP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert