Sharon segir dauða Arafats geta markað söguleg tímamót

Kona í flóttamannabúðum Palestínumanna í Jórdaníu kyssir mynd af Yasser …
Kona í flóttamannabúðum Palestínumanna í Jórdaníu kyssir mynd af Yasser Arafat. AP

Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, sagði í morgun að andlát Yassers Arafats gæti leitt til sögulegra tímamóta. Sharon nefndi raunar ekki nafn Arafats en sagði að „nýliðnir atburðir gætu orðið söguleg tímamót í Miðausturlöndum."

„Ísrael er ríki sem sækist eftir friði og mun halda áfram tilraunum til að ná friðarsamkomulagi við Palestínumenn án tafar," bætti Sharon við. Hann lýsti þeirri von, að Palestínumenn muni vinna að því að stöðva hryðjuverk en slíkt væri skilyrði fyrir viðræðum og friðarsamkomulagi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert