Gjöld á bjór og léttu víni lækka í Danmörku

Ljóst þykir að opinber gjöld á áfengi munu lækka enn frekar í Danmörku á næsta ári eftir að fjárlagatillögur danskra stjórnvalda litu dagsins ljós í gær. Á móti hækkar gjald á sígarettupakka um 12-32 krónur.

Norska blaðið VG segir, að í því felist að bjórkassi lækki um jafnvirði 510 íslenskra króna og léttvínsflaska um að jafnvirði um 100 króna.

Í október í fyrra var áfengisgjald á sterkum vínum lækkað um 45% í Danmörku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka