Snarpur jarðskjálfti, sem mældist 6,2 stig á Richter, varð á Kosta Ríka í gær. Að minnsta kosti fjórir létu lífið og hundruð húsa eyðilögðust. Upptök skjálftans voru 48 km suðvestur af borginni San Jose. Þegar jarðskjálftinn reið yfir stóð yfir leiðtogafundur Ibero-Ameríkusambandsins sem 20 þjóðir mynda. Engan leiðtoganna sakaði.