Tuttugu og þrír breskir þingmenn lögðu í fram dag tillögu sem fæli í sér að Tony Blair forsætisráðherra yrði sviptur völdum fyrir „alvarlegt brot“ í starfi í tengslum við herförina á hendur Saddam Hussein Íraksforseta.
Er þetta í fyrsta sinn í 198 ár sem gerð er tilraun til þess að svipta breskan forsætisráðherra völdum með þessu tagi. Engin von er þó til þess tillagan nái fram að ganga í þinginu þar sem hvorugur stjórnarandstöðuflokkanna – Íhaldsflokkurinn eða Frjálsyndi flokkurinn – styður hana.
Sérfræðingar segja að tillagan hafi þann tilgang einan að gera Blair lífið leitt og það yrði viss niðurlæging fyrir hann ef hún kemur til atkvæða. Að henni standa 10 íhaldsmenn og tveir frjálslyndir auk þingmanna velskra og skoskra þjóðernissinna.
Í tillögunni segja þingmennirnir að Blair hafi villt um fyrir þinginu og þjóðinni varðandi nauðsyn þess að fara með hernaði á hendur Saddam. Hafi hann svívirt þá grunvallar reglu þingræðis að segja þinginu ekki satt og rétt frá.
Vill þingmannahópurinn að sett verði upp sérleg nefnd til að rannsaka framferði forsætisráðherrans með tilliti til stríðsins. Vilja þeir að hún taki afstöðu til þess hvort nægar ástæður séu til að víkja honum frá völdum.