Allsherjarverkfall boðað á Ítalíu í dag

Bú­ist er við að millj­ón­ir manna leggi niður vinnu á Ítal­íu í dag til að mót­mæla efna­hags­stefnu rík­is­stjórn­ar Sil­vi­os Berluscon­is. Bú­ast má við að sam­göng­ur fari all­ar úr skorðum og á sjúkra­hús­um er aðeins veitt neyðarþjón­usta.

Verka­lýðsfé­lög skipu­leggja verk­fallið til að mót­mæla niður­skurði á fé til vel­ferðar­mála, sem gert er ráð fyr­ir í fjár­lög­um fyr­ir næsta ár. Er það m.a. gert til að mæta kröf­um Evr­ópu­sam­bands­ins um að Ítal­ir dragi úr fjár­laga­halla og skuld­um hins op­in­bera.

Hag­fræðing­ar segja hins veg­ar að þær til­lög­ur sem fyr­ir liggi, um skatta­lækk­an­ir og minni út­gjöld rík­is­ins, muni ekki gefa ít­ölsku efna­hags­lífi nauðsyn­leg­an byr und­ir væng­ina.

Þetta er í fjórða skipti sem boðað er til alls­herj­ar­verk­falls á Ítal­íu frá því Berlusconi tók við embætti for­sæt­is­ráðherra árið 2001.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert