Bandaríkin krefjast þess að Suu Kyi verði látin laus án tafar

Aung San Suu Kyi.
Aung San Suu Kyi. AFP

Bandaríkjamenn krejast þess að yfirvöld í Búrma láti stjórnarandstöðuforingjann Aung San Suu Kyi lausa nú þegar og fordæma ákvörðun þeirra um að halda henni lengur í stofufangelsi. „Bandaríkin skora á stjórnina að sleppa Aung San Suu Kyi og öllum öðrum pólitískum föngum samstundis og skilyrðislaust, og að hefja að taka önnur mikilvæg skref í átt til sameiningu þjóðarinnar, lýðræðis og bættra mannréttinda,“ sagði í yfirlýsingu Hvíta hússins í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka