Fjórar sprengjur springa í spænskum borgum

Að minnsta kosti fjórar sprengjur sprungu í dag í fjórum borgum á Spáni skömmu eftir að ónafngreindir menn, sem sögðust vera fulltrúar ETA, samtaka aðskilnaðarsinnaðra baska, hringdu í baskneskt dagblað og sögðu að sjö borgir væru skotmörk.

Sprengjur sprungu í borgunum Leon, Santillana del Mar og Avila og í Ciudad Real í suðurhluta landsins. Mennirnir sem hringdu sögðu að sprengjur myndu einnig springa í borgunum Valladolid í norðurhluta landsins og í Malaga og Alicante á Suður-Spáni.

Ekki hefur komið fram hvort einhverjir særðust í sprengingunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka