Fjórar sprengjur springa í spænskum borgum

Að minnsta kosti fjór­ar sprengj­ur sprungu í dag í fjór­um borg­um á Spáni skömmu eft­ir að ónafn­greind­ir menn, sem sögðust vera full­trú­ar ETA, sam­taka aðskilnaðarsinnaðra baska, hringdu í baskneskt dag­blað og sögðu að sjö borg­ir væru skot­mörk.

Sprengj­ur sprungu í borg­un­um Leon, San­till­ana del Mar og Avila og í Ciu­dad Real í suður­hluta lands­ins. Menn­irn­ir sem hringdu sögðu að sprengj­ur myndu einnig springa í borg­un­um Valla­dolid í norður­hluta lands­ins og í Malaga og Alican­te á Suður-Spáni.

Ekki hef­ur komið fram hvort ein­hverj­ir særðust í spreng­ing­un­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert