Um 100 milljarðar króna hafa safnast til hjálparstarfs

Verið er að koma upp búðum fyrir fólk sem komst …
Verið er að koma upp búðum fyrir fólk sem komst lífs af úr hamförunum í Banda Aceh í Indónesíu. ap

Framlög til hjálparstarfs á hamfarasvæðum við Indlandshaf nema rúmum 1,6 milljarði dollara og er þá bæði tekið tillit til loforða ríkisstjórna um heim allan og framlaga almennings, að sögn frönsku fréttastofunnar AFP. Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) að nokkrar vikur muni taka að koma aðstoð til allra fórnarlamba og að búast megi við að yfir 150.000 manns hafi farist af völdum flóðbylgjunnar á annan dag jóla.

Japanir hafa reynst gjafmildastir til þessa en Junichiro Koizumi forsætisráðherra tilkynnti í dag að japönsk stjórnvöld myndu leggja jafnvirði 500 milljóna dala til hjálparstarfs og uppbyggingar á þeim svæðum sem verst urðu úti í náttúruhamförunum.

Helstu fjárframlög til hjálparstarfs við Indlandshaf eru í dag sem hér segir, samkvæmt samantekt SÞ:

Landfjárhæð í dollurum
Japan: 500 milljónir
Bandaríkin: 350 milljónir
Bretland: 95 milljónir
Svíþjóð: 75,5 milljónir
Spánn: 68 milljónir
Kína: 60 milljónir
Frakkland: 57 milljónir
Ástralía: 46,7 milljónir
Kanada: 33 milljónir
Þýskaland: 27 milljónir
Sviss: 21,9 milljónir
Danmörk: 18,1 milljónir
Noregur: 166 milljónir
Portúgal: 11 milljónir
Qatar: 10 milljónir
Sádi Arabía: 10 milljónir
Singapúr: 3,6 milljónir
Nýja Sjáland: 3,5 milljónir
Finnland: 3,3 milljónir
Kúveit: 2 milljónir
Sameinu furstadæmin: 2 milljónir
Írland: 1,4 milljónir
Ítalía: 1,3 milljónir
Tyrkland: 1,25 milljónir
Tékkland: 750.000
Íran: 627.000
Suður Kórea: 600.000
Ungverjaland: 411.000
Grikkland: 397.000
Lúxemborg: 265.000
Mónakó: 133.000
Mexíkó: 100.000
Nepal: 100.000
Eistland: 42.000
Konur á Sri LAnka standa þolinmóðar í biðröð eftir neyðarvistum …
Konur á Sri LAnka standa þolinmóðar í biðröð eftir neyðarvistum í bænum Galle. ap
Birgðir hjálpargagna í hrúgast upp í geymslu í bænum Galle …
Birgðir hjálpargagna í hrúgast upp í geymslu í bænum Galle í Sri Lanka. ap
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert