Ísraelskar hersveitir skutu tíu ára gamla palestínska stúlku til bana í bænum Rafah á Gaza-svæðinu í dag, að sögn palestínskra starfsmanna á spítala svæðisins. Átti atburðurinn sér stað í skóla stúlkunnar sem Sameinuðu þjóðirnar starfrækja.
Stúlkan, Nuran Dib, dó samstundis eftir að hafa verið skotin í höfuðið. Önnur stúlka, sjö ára gömul, var skotin í höndina. Talsmaður ísraelska hersins segir að verið sé að rannsaka málið.