Tíu ára gömul stúlka skotin til bana á Gaza

Ísra­elsk­ar her­sveit­ir skutu tíu ára gamla palestínska stúlku til bana í bæn­um Rafah á Gaza-svæðinu í dag, að sögn palestínskra starfs­manna á spít­ala svæðis­ins. Átti at­b­urður­inn sér stað í skóla stúlk­unn­ar sem Sam­einuðu þjóðirn­ar starf­rækja.

Stúlk­an, Nur­an Dib, dó sam­stund­is eft­ir að hafa verið skot­in í höfuðið. Önnur stúlka, sjö ára göm­ul, var skot­in í hönd­ina. Talsmaður ísra­elska hers­ins seg­ir að verið sé að rann­saka málið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert