Lögregla réðist inn í spænska sendiráðið í Bern

Brynvarið ökutæki við spænska sendiráðið í Bern í dag.
Brynvarið ökutæki við spænska sendiráðið í Bern í dag. AP

Lögregla réðist nú eftir hádegið inn í sendiráðsbyggingu Spánverja í Bern, höfuðborg Sviss, en þrír vopnaðir menn ruddust inn í sendiráðið í morgun og tóku hluta starfsfólksins í gíslingu um tíma. Um tíma var talið að mennirnir hefðu yfirgefið bygginguna en lögregla sagði að svo væri ekki. Mennirnir voru hvattir til að gefast upp en sinntu því ekki. Engu skoti var hleypt af í aðgerðum lögreglu en ekki er ljóst hvort mennirnir hafa verið handteknir. Umsátri um bygginguna hefur verið aflétt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert