71% Evrópubúa segjast trúa á Guð

Sjö af hverjum tíu Evrópubúum segjast trúa á Guð, að því er fram kemur í nýrri könnun sem birt var í dag. Verulegur munur er þó milli landa á því hversu trúað fólk kveðst. Þannig segjast 97% Pólverja vera trúaðir en einungis 37% Tékka.

Skýrt verður frá niðurstöðum könnunarinnar í blaðinu Readers's Digest, en könnunin fór fram í eftirfarandi löndum: Austurríki, Belgíu, Bretlandi, Tékklandi, Finnlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Ungverjalandi, Hollandi, Póllandi, Portúgal, Rússlandi, Spáni og í Sviss.

Fyrir utan Pólland, sögðust flestir trúa á Guð í Rússlandi, eða 87%. Í næsta sæti var Austurríki þar sem 84% kváðust trúa á Guð og Spánn var í fjórða sæti, en þar sögðusts 80% þátttakenda trúa.

Þrátt fyrir að 71% Evrópubúa segðust trúa á Guð, voru meiri efasemdir um möguleikana á lífi eftir dauðann. Um 53% þátttakenda sögðust trúa því að slíkt fyrirfyndist.

Þá sögðust 43% þátttakenda tyrúa því að trú væri nauðsynleg svo fólk gæti „gert greinarmun á góðu og illu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka