Mun Terri Schiavo deyja?

Lækn­ar í Pinellas Park í Flórída tóku í gær­kvöldi úr sam­bandi tæki sem í 15 ár hafa haldið á lífi Terri Schia­vo, 41 árs gam­alli konu með al­var­leg­ar heila­skemmd­ir. Dóm­ari hafði fyrr um dag­inn úr­sk­urðað að fara bæri að ósk­um eig­in­manns henn­ar, Michaels Schia­vos, um að leyfa kon­unni að deyja. Er talið að það muni ger­ast eft­ir eina eða tvær vik­ur.

Mál Schia­vos hef­ur verið mjög um­deilt í rúm­an ára­tug og reyndu full­trú­ar re­públi­kana á þingi í gær að beita sér á síðustu stundu til að fá hrundið úr­sk­urði dóm­ar­ans. Sagði Tom DeLay, talsmaður re­públi­kana í full­trúa­deild­inni, það vera "villi­mennsku" að af­tengja tæk­in.

For­eldr­ar Schia­vos, sem eru kaþólsk­ir og mjög trú­rækn­ir, vildu ekki samþykkja að tæk­in, sem hafa séð um að dæla nær­ingu í æðar henn­ar, yrðu af­tengd. Tæk­in hafa tvisvar áður verið af­tengd en síðan tengd á ný eft­ir nýj­an dóm­ara­úrsk­urð.

Michael Schia­vo seg­ir að eig­in­kon­an hafi á sín­um tíma tjáð sér að hún vildi ekki að sér yrði haldið á lífi með aðstoð tækja. Hún and­ar án tækja en varð fyr­ir mikl­um heilaskaða árið 1990 vegna breyt­inga á efna­skipt­um í tengsl­um við átrösk­un sem þjakaði hana. For­eldr­arn­ir bera brigður á þá full­yrðingu hans og segja að dótt­ur­inni geti batnað. Hún hafi hlegið, grátið, brosað og sýnt viðbrögð þegar talað var við hana.

Pinellas Park í Flórída. AP.

Pinellas Park í Flórída. AP.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert