Bush undirritar lög til að bjarga lífi heilaskaddaðrar konu

Mary Schindler, móðir Terri Schiavo, og Suzanne Vitadamo, systir hennar …
Mary Schindler, móðir Terri Schiavo, og Suzanne Vitadamo, systir hennar ræða við blaðamenn. AP

Geor­ge W. Bush, Banda­ríkja­for­seti und­ir­ritaði í morg­un lög sem eiga að tryggja að búnaður, sem notaður hef­ur verið til að dæla nær­ingu í æð al­var­lega heila­skaddaðrar konu, verði gang­sett­ur á ný. Öld­unga­deild Banda­ríkjaþings samþykkti lög­in í gær­kvöldi og full­trúa­deild­in samþykkti þau í morg­un.

Búnaður kon­unn­ar Terri Schia­vo, var af­tengd­ur á föstu­dag að ósk eig­in­manns henn­ar en ætt­ingj­ar kon­unn­ar hafa bar­ist fyr­ir því að henni verði haldið á lífi með vél­um eins og gert hef­ur verið síðustu 15 ár.

Dóm­ari í Flórída úr­sk­urðaði á föstu­dag að fara bæri að ósk­um Michaels Schia­vos, eig­in­manns Terri, um að leyfa henni að deyja. Voru tæk­in af­tengd í kjöl­farið og var þá talið að Terri myndi deyja eft­ir eina til tvær vik­ur. For­eldr­ar Schia­vos, sem eru kaþólsk­ir og mjög trú­rækn­ir hafa bar­ist gegn því að tæk­in yrðu af­tengd en það hef­ur tvisvar áður verið gert. Tæk­in hafa síðan verið tengd á ný eft­ir nýj­an dóm­ara­úrsk­urð.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert