Páfagarður vill að Schiavo verði látin lifa

Péturstorgið í Vatikaninu.
Péturstorgið í Vatikaninu. AP

Hið op­in­bera dag­blað Páfag­arðs for­dæmdi í dag þá sem vilja að Terri Schia­vo, kon­an sem er heila­sködduð og hef­ur verið í dái í 15 ár, fái að deyja.

Í blaðinu seg­ir að þján­ing­ar Terry séu „þján­ing­ar mann­kyns­ins.“

„Hver get­ur og á hvaða for­send­um ákveðið hver eigi rétt á þeim „for­rétt­ind­um“ að lifa?“ seg­ir í leiðara blaðsins. „Hin hæga og hræðilega þján­ing Terri er þján­ing­in sem gef­ur Guði merk­ingu ... þján­ing kær­leik­ans sem sá sem vernd­ar hina varn­ar­laus­ustu get­ur gefið. Þetta er þján­ing mann­kyns­ins.“

Dóm­ari í Flórída úr­sk­urðaði á föstu­dag að fara bæri að ósk­um Michaels Schia­vos, eig­in­manns Terri, um að leyfa henni að deyja. Voru tæk­in af­tengd í kjöl­farið. For­eldr­ar kon­unn­ar hafa hins veg­ar bar­ist fyr­ir því að henni verði haldið á lífi áfram og skrifaði Geor­ge W. Bush Banda­ríkja­for­seti und­ir lög í dag en sam­kvæmt þeim á að setja búnaðinn aft­ur í gang.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert