Alríkisdómari íhugar örlög Terri Schiavo

Al­rík­is­dóm­ari í Banda­ríkj­un­um hlýddi í gær á mál­flutn­ing aðstand­enda Terri Schia­vo, heila­skaddaðrar konu sem hef­ur verið haldið lif­andi í fimmtán ár, en eig­inmaður henn­ar, sem hef­ur for­ræði yfir henni, hef­ur árum sam­an bar­ist fyr­ir því að hún fái að deyja. Bob og Mary Schindler, for­eldr­ar Terri, kröfðust þess hins veg­ar í gær að hún verði aft­ur tengd nær­ing­ar­vökva og flutt af líkn­ar­deild­inni þar sem hún er nú.

Eft­ir að hafa hlýtt á mál­flutn­ing lög­fræðinga beggja aðila kvaðst dóm­ar­inn þurfa að íhuga málið. Hann neitaði hins veg­ar að til­greina hversu lang­an tíma hann gæfi sér til þess.

Schia­vo hætti að fá nær­ing­ar­vökva í æð eft­ir að dóm­ari úr­sk­urðaði á föstu­dag að lækn­um væri heim­ilt að fara að til­mæl­um Michael Schia­vo og af­tengja vökv­ann. Í gær­morg­un samþykktu Banda­ríkjaþing og Geor­ge W. Bush Banda­ríkja­for­seti hins veg­ar lög sem færðu lög­sögu í mál­inu til al­rík­is­dóm­stóls­ins.

56% Banda­ríkja­manna eru hlynnt­ir því að Schia­vo fái að deyja, sam­kvæmt skoðana­könn­un sem Gallup gerði fyr­ir CNN í gær. Þá eru 54% re­públík­ana hlynnt­ir því og 55% þeirra sem fara í kirkju a.m.k. einu sinni í mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert