Samþykkt að lík Schiavo verði krufið

Presturinn og mannréttindafrömuðurinn Jesse Jackson hitti Mary og Bob Schindler, …
Presturinn og mannréttindafrömuðurinn Jesse Jackson hitti Mary og Bob Schindler, foreldra Schiavo, í morgun og bað með þeim. AP

Til stendur að lík bandarísku konunnar Terri Schiavo verði krufið, eftir andlát hennar, til að sýna fram á hversu mikill heilaskaði hennar er en Schiavo liggur nú banaleguna eftir að hætt var að gefa henni næringu í æð líkt og gert hefur verið undanfarin 15 ár.

Lögfræðingar eiginmanns Schiavo, sem hefur forræði yfir henni, segja að hann vilji taka af allan vafa um það hversu illa skaddaður heili hennar sé og að heilbrigðisyfirvöld hafi samþykkt að krufning fari fram eftir dauða hennar. Foreldrar Schiavo, sem hafa barist gegn því að hún verði látin deyja, eru einnig sagðir hlynntir því að krufning fari fram.

Tólf dagar eru nú frá því Schiavo fékk síðast næringu og vökva og segja foreldrar hennar að mjög sé farið að draga af henni þótt ástand hennar sé enn ótrúlega gott miðað við aðstæður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert