Tveir látnir eftir sprengjuárás í Kaíró

Að minnsta kosti tveir menn létu lífið í dag í Kaíró í Egyptalandi, þegar sprengjuárás var gerð á einn helsta ferðamannastað borgarinnar. Einn hinna látnu var franskur ríkisborgari.

Allnokkrir særðust í tilræðinu, að sögn egypskra yfirvalda.

Ekki er ljóst hvað gerðist, en einhverjir sjónarvottar sögðust hafa séð ökumann mótorhjóls kasta sprengju að hópi ferðamanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka