Leiðtogar óvinaþjóða tókust í hendur við útför páfa

Það vakti athygli við útför Jóhannesar Páls páfa í Róm í dag að Bashar Assad Sýrlandsforseti og Moshe Katsav, forseti Ísraels, tókust tvisvar í hendur við athöfnina en opinberar sendinefndir Sýrlands og Ísrael sátu hlið við hlið við athöfnina. Þá tók Katsav, sem er fæddur í Íran, í hönd Mohammads Khatamis, forseta Írans, að athöfninni lokinni. Þetta kemur fram á fréttavef Ha'aretz.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert