Hinn ítalski Annibale Gammarelli og starfsmenn hans vinna nú hörðum höndum að því að sauma föt á væntanlegan páfa en fjölskylda Gammarellis hefur saumað föt á fulltrúa kaþólsku kirkjunnar frá árinu 1793. Þar sem ekki er vitað hver hinn nýi páfi verður þurfa þeir að sauma viðeigandi klæðnað í öllum stærðum sem síðan verður sendur í Páfagarð og geymdur í Sixtínsku kaþellunni þar til kjöri hins nýja páfa verður lokið. Nýr páfi mun síðan klæðast fötunum um leið og innsigli kapellunnar verður rofið og blessa mannfjöldann í þeim af svölum Péturskirkjunnar.