Líklega stórfelld hryðjuverkaárás segir yfirmaður Lundúnalögreglunnar

Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í borginni.
Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í borginni. AP

Yf­ir­maður Lund­úna­lög­regl­unn­ar seg­ir að lík­lega sé um stór­fellda hryðju­verka­árás að ræða í borg­inni. Talið er að nokkr­ir séu látn­ir. Sprengi­búnaður hef­ur fund­ist á ein­um stað í neðanj­arðarlest­ar­kerf­inu.

Tvær sprengj­ur sprungu á tveim­ur neðanj­arðarlest­ar­stöðvum og þrjár í stræt­is­vögn­um á nokkr­um stöðum í miðborg­inni. Staðfest hef­ur verið að tveir eru látn­ir og að minnsta kosti 90 slasaðir á lest­ar­stöðinni í Ald­ga­te. All­ar ferðir neðanj­arðarlesta og stræt­is­vagna hafa verið lagðar niður í borg­inni.

Char­les Cl­ar­ke, inn­an­rík­is­ráðherra Bret­lands, sagði að „hræðileg slys“ hefðu orðið vegna spreng­ing­anna og vottaði hann aðstand­end­um samúð sína.

Bú­ist er við að Tony Bla­ir, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, muni flytja ávarp til þjóðar­inn­ar frá fundi leiðtoga helstu iðnríkj­anna átta í Gleneag­les í Skotlandi inn­an skamms.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert