Örlög um Hans-eyju talin ráðast í dag

Hans Ø er aðeins 1,3 ferkílómetrar að stærð og þakin …
Hans Ø er aðeins 1,3 ferkílómetrar að stærð og þakin ís mest allt árið.

Örlög Hans-eyju gætu ráðist í dag þegar þeir Per Stig Møller, ut­an­rík­is­ráðherra Dan­merk­ur, og Pier­re Pettigrew, ut­an­rík­is­ráðherra Kan­ada, munu hitt­ast á fundi síðdeg­is og ræða um yf­ir­ráðarétt yfir eyj­unni. Lönd­in hafa bit­ist um rétt yfir Hans-eyju, sem er ör­smá eyja und­an norðvest­ur­strönd Græn­lands, síðan árið 1973.

Að sögn danska rík­is­út­varps­ins í dag er það ekki eyj­an sem slík sem vek­ur áhuga stjórn­valda land­anna held­ur mögu­leik­inn á olíu­vinnslu á svæðinu og stjórn með um­ferð skipa yfir Atlants­haf þegar ís­hell­an á Norður­póln­um verður bráðnuð í kjöl­far hækk­andi hita­stigs á jörðinni.

Hans-eyja, sem er 1,3 fer­kíló­metr­ar að stærð, er á milli Ell­es­m­ere Is­land og Græn­lands. Í landa­mæra­sam­komu­lagi Dana og Kan­ada­manna frá ár­inu 1973 var dreg­in lína um mitt Nares-sund en ákveðið að bíða með að fjalla um yf­ir­ráð yfir Hans-eyju.

Fast­lega er bú­ist við því að ráðherr­arn­ir nái sam­komu­lagi um ör­lög eyj­ar­inn­ar með friðsam­leg­um hætti. Að öðrum kosti verða þeir að senda her­skip til henn­ar og berj­ast um að verða fyrst­ir til að rífa niður fána ann­ars lands­ins og koma sín­um eig­in fyr­ir, að sögn danska rík­is­út­varps­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert