Segja vopnahléi milli Palestínumanna og Ísraelsmanna lokið

Meðlimir í hinum herskáu palestínsku Al-Aqsa Martyrs samtökum ganga fylktu …
Meðlimir í hinum herskáu palestínsku Al-Aqsa Martyrs samtökum ganga fylktu liði við jarðarför níu Palestínumanna í Jebaliya flóttamannabúðunum á Gasasvæðinu í dag. AP

Herskáu samtökin Lýðræðissinnar um frelsun Palestínu lýstu því yfir í dag að vopnahléi á milli Palestínumanna og Ísraelsmanna væri lokið. Yfirlýsingin kemur í kjölfar loftárásar Ísraelshers í Gasaborg sem varð fjórum Palestínumönnum að bana. Segir í yfirlýsingunni að árásin hafi verið „sviksamlegur glæpur“ sem hefnt yrði fyrir. „Vopnahléið er ógilt,“ segir í yfirlýsingunni þar sem Palestínumenn eru hvattir til að halda mótspyrnu áfram.

Á fundi í Kaíró í mars síðastliðnum lýstu herskáir Palestínumenn því yfir að ekki yrðu frekari árásir gerðar á Ísrael það sem eftir væri af árinu, og hafði aldrei verið samið um svo langt vopnahlé á milli Ísraels og Palestínu áður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert